Hlauparar

Tristan Máni Sigtryggsson
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Fyrir naglann okkar Diljá Dís 💪🏻❤️
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Diljá Dís systir mín greindist með beinkrabbameini, osteosarcoma síðasta haust.
Í febrúar fór hún í stóra aðgerð í Svíþjóð þar sem æxlið var fjarlægt og hefur verið í erfiðri lyfjameðferð síðan í nóvember. Diljá Dís hefur tæklað þetta krefjandi og erfiða verkefni á ótrúlega hátt með jákvæðni og brosi sem heillar alla í kringum hana 🤩
Til að sýna henni og öllum öðrum börnum sem glíma við krabbamein, stuðning ætla ég að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn og hlaupa fyrir SKB – Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Félagið hefur veitt fjölskyldunni okkar dýrmætan stuðning á þessum erfiðu tímum.
Ég vil hvetja alla til að taka þátt í Reykjavíkur Maraþoninu hvort sem það er að hlaupa, hlabba, eða labba og styrkja þetta mikilvæga málefni. SKB styður fjölskyldur í svipaðri stöðu og okkar og gerir gæfumun í baráttu sem enginn ætti að þurfa að fara í gegnum einn.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Nýir styrkir