Hlauparar

Halldora Vera Elinborgardottir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Vinir Ólavíu
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!



Elsku Ólavía vinkona mín greindist aðeins fimm ára með sjaldgæft krabbamein og hefur tvisvar sigrað þennan erfiða sjúkdóm. Þrátt fyrir allt sem hún hefur gengið í gegnum heldur hún áfram að gleðja aðra með jákvæðni sinni, sýnir styrk sem erfitt er að lýsa og lætur öllum í kringum sig líða vel <3
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna stóð þétt við bakið á henni og fjölskyldunni. Við í Vinum Ólavíu viljum nú sýna þakklæti með því að styrkja þau frábæru samtök, svo þau geti áfram veitt öðrum börnum og fjölskyldum stuðning.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Nýir styrkir

















