Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Keppnisflokkur

Arnþór Gústavsson

Hleypur fyrir Reykjadalur - helgar og sumarbúðir

Samtals Safnað

25.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Þegar ég var um tvítugt starfaði ég eitt sumar í Sumarbúðunum í Reykjadal. Vinnan var krefjandi, ekki síður en gefandi og það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þeirri gleði og umgjörð sem boðið er uppá í Reykjadal. Mig langar að leggja mitt af mörkum til þess að starfsemin í Reykjadal geti haldið áfram að blómstra og veita fötluðum tækifæri til þess að komast í frábærar sumarbúðir. Mig langar að skora á alla sem ég þekki og líka þá sem ég þekki ekki neitt að leggja þessu frábæra málefni lið!

Reykjadalur - helgar og sumarbúðir

Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Walter Fannar Kristjánsson
Upphæð5.000 kr.
Run Forrest run!
Björn Bragi Bragason
Upphæð5.000 kr.
Vel gert 💪 BB,
Hattastandurinn
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Runólfur Múrsteinsson á Öxnalæk
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade