Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir

Hleypur fyrir Nýrnafélagið

Samtals Safnað

4.000 kr.
13%

Markmið

30.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Langvinnur nýrnasjúkdómur er algengur kvilli sem getur leitt til lokastigsnýrnabilunar og reynist afar þungbært fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Fræðsla og forvarnir eru lykilþættir til að sporna við þeirri þróun og gegnir Nýrnafélagið þar afar mikilvægu hlutverki. Að auki veitir félagið skjólstæðingum sínum þýðingarmikinn stuðning. Þessi málefni standa hjarta mínu nærri, enda hef ég fengið að fylgjast með frá unga aldri, og ég er þakklát fyrir allan stuðning þeim til handa. 

Nýrnafélagið

Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Baddi
Upphæð2.000 kr.
❤️
Dísa Linnet
Upphæð2.000 kr.
Áfram Hilda!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade