Hlaupahópur

Hlaupum fyrir Emmu
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!


Við fjölskyldan ætlum að hlaupa samtals 32 kílómetra til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Félagið stendur okkur nærri þar sem systir Baldvins, Emma Katrín Gísladóttir lést aðeins 8 ára gömul eftir skamma en erfiða baráttu við krabbamein. Félagið veitti fjölskyldunni ómetanlegan stuðning á þessum erfiðu tímum og nú viljum við leggja okkar af mörkum til félagsins.
Við hlaupum fyrir Emmu, til heiðurs minningu hennar, hlátri og lífsgleði.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Bragi Baldvinsson
Emma Baldvinsdóttir
Sandra Guðjónsdóttir
Baldvin Hugi Gíslason
Nýir styrkir

















