Ég hleyp fyrir Bumbuloní sem styrkir fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Ég stofnaði Bumbuloní góðgerðafélagið árið 2015 í minningu um elsku Björgvin Arnar minn sem lést árið 2013 úr sjaldgæfum sjúkdómi þá 6 ára gamall. Ég hleyp fyrir þig elsku drengurinn minn og allar þær fjölskyldur sem standa í þeim sporum sem við eitt sinn vorum í. Áfram Bumbuloní!!! <3
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.