Maraþon - 42,2 km

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.

Maraþon er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu. Sagan segir að hann hafi ekkert stansað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér boðunum.

Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar hlaupi þessa vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra.

Hlaupaleið frá Valsheimili að endamarki verður breytt og unnið er að uppfærslu leiðarlýsingar

    Hlaupaleiðin

    Hlaupaleiðin er bæði skemmtileg og krefjandi. Hlaupið hefst á Sóleyjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Hlaupara fara þá í gegnum Ægisíðu, Granda, Sæbraut, Laugardal, Elliðaárdal, Bryggjuhverfi, Fossvog, Þingholtin og endar svo á Lækjargötu. Smelltu hér til að sjá kort af leiðinni. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).

    Drykkjarstöðvar

    Í maraþoninu eru í heildina 10. Fyrstu tvær eru fyrir hlaupara í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km, en þær eru við Eiðistorg og Eiðsgranda, næst eru tvær á Sæbraut, sú fyrri við Hörpu og seinni hjá snúningspunkti við Sundahöfn með Gatorade og vatni. Eftir það er stöð með ávexti við Hátún, stöð með drykkjum á Langholtsvegi og Naustabryggju, Fossvogur og Bergtaðastræti með ávexti og svo síðasta stöðin í marki á Lækjargötu við Miðbæjarskóla.

    Þátttakendur

    Öll sem eru 18 ára eða eldri geta skráð sig og tekið þátt í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalend, enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra. Athugið að tímatakmörk í hlaupinu er 6 og hálf klukkustund.

    Þjónusta

    Innifalið í miðaverði er fjölbreytt þjónusta, sem tryggir hlaupurum einstaka upplifun. Hér má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á hlaupdegi fyrir allar vegalengdir

    NÁNARI UPPLÝSINGAR

    Vantar þig fleiri upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið? Svör við algengum spurningum má finna hér.

    Íslandsmeistaramót í maraþoni

    Íslandsmeistaramót í maraþoni fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.  Allir skráðir þátttakendur í keppnisflokki eru sjálfkrafa skráðir þátttakendur í Íslandsmeistaramótinu.  Athugið þó að einungis íslenskur ríkisborgari skráður í aðildarfélag FRÍ getur orðið Íslandsmeistari og átt tilkall til verðlauna.  Einungis 18 ára og eldri geta tekið þátt og gerð er krafa um félagsbúning, þannig að öll sem ætla að keppa um Íslandsmeistaratitil í sínum aldursflokki þurfa að mæta í félagsbúning í hlaupið.

    Reglugerð nr. 34 um Meistaramót í götuhlaupum.docx

    Reglugerd-nr.-26-um-aldursflokkaskipan.pdf

    Reglugerð nr. 30.3 um Meistaramót í lengri hlaupum, utanhúss.docx

Loading...

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade