Hlaupahópar

Hlauparar sem safna áheitum á hlaupastyrkur.is geta stofnað hlaupahóp þar sem t.d. vinnufélagar, vinahópar, saumaklúbbar eða aðrir hópar geta safnað saman í krafti fjöldans. Hlauparar eru alltaf skráðir sem einstaklingar í söfnuninni en geta "taggað" sig saman í hóp sem hefur sameiginlega söfnunarsíðu með mynd og markmiði.

Það sem þú þarft að vita um hlaupahópa:

 • Allir skráðir hlauparar á hlaupastyrkur.is geta stofnað hlaupahóp séu þeir innskráðir með sínu lykilorði á síðunni.
 • Hver hlaupari getur aðeins verið skráður í einn hlaupahóp.
 • Hver hlaupahópur getur haft ótakmarkaðan fjölda hlaupara.
 • Hlauparar í sama hlaupahópi þurfa ekki að hlaupa fyrir sama góðgerðafélag.
 • Öll áheit sem berast beint á hlaupahópinn þ.e. ekki einstaklingana í hópnum fara til þess góðgerðafélags sem stofnandi hópsins valdi.

Hvernig stofna ég hlaupahóp?

 • Einn hlaupari þarf að vera liðstjóri hópsins sem sér um að stofna hann og setja inn mynd og texta. 
 • Liðstjóri hópsins þarf að velja eitt góðgerðafélag fyrir hópinn sem fær áheit sem heitið er beint á hópinn.
 • Til að stofna hlaupahóp þarf að skrá sig inn á hlaupastyrkur.is með kennitölu og lykilorði. Neðst á upplýsingasíðu hlaupara er hægt að stofna hóp.
 • Á upplýsingasíðu hópstjóra birtist listi yfir alla sem hafa skráð sig í hópinn og getur hann eytt út þeim sem ekki eiga þar heima.
 • Liðstjóri getur ekki breytt góðgerðafélagi, myndum eða öðru hjá einstaklingum í hópnum.

Hvernig skrái ég mig í hlaupahóp?

 • Þú skráir þig inn á hlaupastyrkur.is með kennitölu þinni og lykilorði. Neðst á þinni síðu getur þú valið þér hlaupahóp til að vera í af fellilista.
 • Athugaðu að aðeins er hægt að vera í einum hlaupahóp.

Hafðu samband á aheit@marathon.is ef þú þarft aðstoð.