Upplýsingar

Frá árinu 2007 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst er nú komin yfir 820 milljónir. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið ár hvert. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni. Árið 2018 söfnuðust 156.926.358 krónur til 175 góðgerðafélaga.

Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna á vef hlaupsins www.rmi.is. Þar fer einnig fram skráning í hlaupið. Til að hlauparar geti safnað áheitum á hlaupastyrkur.is þurfa þeir fyrst að skrá sig í hlaupið á www.rmi.is.


Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni hafi eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.


Ábyrgðaraðilar nýrra félaga sem vilja taka þátt skulu senda upplýsingar um kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is. Skráningu nýrra félaga lýkur föstudaginn 2. ágúst 2019.


Enginn kostnaður verður dreginn af söfnuðu fé, stærsti samstarfsaðili hlaupsins, Íslandsbanki, greiðir allan kostnað við áheitasöfnunina.


Fyrirspurnir vegna áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons skulu sendar á tölvupóstfangið aheit@marathon.is.


Upplýsingar um hlaupara

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 geta einstaklingar valið að hlaupa eftirfarandi vegalengdir: 

• Maraþon (42,2 km)
• Hálfmaraþon (21,1 km)
• 10 km 
• 3 km skemmtiskokk
• 600 m skemmtiskokk

Hér á hlaupastyrkur.is er hægt að heita á þá hlaupara sem hafa valið að hlaupa í þágu góðs málefnis. 
Til að hlauparar geti safnað áheitum á hlaupastyrkur.is þurfa þeir fyrst að skrá sig í hlaupið á rmi.is. 
 

Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna á www.rmi.is en þar fer jafnframt fram skráning í hlaupið.


Upplýsingar um hlaupahópa

Hlauparar sem safna áheitum á hlaupastyrkur.is geta stofnað hlaupahóp þar sem t.d. vinnufélagar, vinahópar, saumaklúbbar eða aðrir hópar geta safnað saman í krafti fjöldans. Hlauparar eru alltaf skráðir sem einstaklingar í söfnuninni en geta "taggað" sig saman í hóp sem hefur sameiginlega söfnunarsíðu með mynd og markmiði.

Það sem þú þarft að vita um hlaupahópa:

 • Allir skráðir hlauparar á hlaupastyrkur.is geta stofnað hlaupahóp séu þeir innskráðir með sínu lykilorði á síðunni.
 • Hver hlaupari getur aðeins verið skráður í einn hlaupahóp.
 • Hver hlaupahópur getur haft ótakmarkaðan fjölda hlaupara.
 • Hlauparar í sama hlaupahópi þurfa ekki að hlaupa fyrir sama góðgerðafélag.
 • Öll áheit sem berast beint á hlaupahópinn þ.e. ekki einstaklingana í hópnum fara til þess góðgerðafélags sem stofnandi hópsins valdi.

Hvernig stofna ég hlaupahóp?

 • Einn hlaupari þarf að vera liðstjóri hópsins sem sér um að stofna hann og setja inn mynd og texta. 
 • Liðstjóri hópsins þarf að velja eitt góðgerðafélag fyrir hópinn sem fær áheit sem heitið er beint á hópinn.
 • Til að stofna hlaupahóp þarf að skrá sig inn á hlaupastyrkur.is með kennitölu og lykilorði. Neðst á upplýsingasíðu hlaupara er hægt að stofna hóp.
 • Á upplýsingasíðu hópstjóra birtist listi yfir alla sem hafa skráð sig í hópinn og getur hann eytt út þeim sem ekki eiga þar heima.
 • Liðstjóri getur ekki breytt góðgerðafélagi, myndum eða öðru hjá einstaklingum í hópnum.

Hvernig skrái ég mig í hlaupahóp?

 • Þú skráir þig inn á hlaupastyrkur.is með kennitölu þinni og lykilorði. Neðst á þinni síðu getur þú valið þér hlaupahóp til að vera í af fellilista.
 • Athugaðu að aðeins er hægt að vera í einum hlaupahóp.

Hafðu samband á aheit@marathon.is ef þú þarft aðstoð.


Skráning góðgerðafélaga

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni hafi eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.

Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 hófst 10.janúar en þá fengu félögin sem tóku þátt í fyrra boð um að vera með aftur.

Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni geta sótt um með því að senda upplýsingar um kennitölu, bankareikning og upplýsingasíðu félags á netfangið aheit@marathon.is. Skráningu félaga vegna áheitasöfnunar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 lýkur föstudaginn 2. ágúst 2019.

Góðgerðafélög sem hafa fengið aðgang að hlaupastyrkur.is geta skráð sig inn hér til að uppfæra upplýsingar um sitt félag og samþykkja skilmála: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/profile

Enginn kostnaður verður dreginn af söfnuðu fé, stærsti samstarfsaðili hlaupsins, Íslandsbanki, greiðir allan kostnað við áheitasöfnunina.