Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Þetta hlaup ætla ég að tileinka fólki sem hefur staðið mér nærri og greinst með krabbamein. Baráttan þeirra hefur verið mér innblástur og mér þykir mikilvægt að leggja mitt af mörkum til þessa málefnis sem snertir svo ótal fjölskyldur á Íslandi.
Með því að styrkja mig í hlaupinu ertu að hjálpa til við að styðja fólk sem stendur í þessari erfiðu baráttu, auk þess að efla forvarnir og rannsóknir sem geta bjargað mannslífum.
Hvert framlag skiptir máli og ég er þakklátur fyrir allan stuðning.
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Nýir styrkir