Hlauparar

Edda Rut Þorvaldsdóttir
Hleypur fyrir Styrktarfélag Magnúsar Mána og er liðsmaður í Álfhólsskóli-Kennarar og starfsfólk
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Magnús Máni er 15 ára íþróttastrákur sem veiktist alvarlega í kjölfar stuttra veikinda sumarið 2023. Þá missti hann skyndilega máttinn og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og ollið þar bólgu með þessum alvarlegu afleiðingum.
Frá því í september 2023 hefur hann verið í gríðarlega mikilli og krefjandi endurhæfingu hérlendis og erlendis með tilheyrandi kostnaði. Markmið hans frá upphafi hefur verið að ná sér að fullu, það markmið hefur ekkert breyst og hefur náðst mikill og góður árangur enda er Magnús Máni með ótrúlegan viljastyrk, þolinmæði og seiglu.
Magnús Máni var nemandi í bekknum mínum í Álfhólsskóla og hef ég því fengið að fylgjast með honum í gegnum hans veikindi. Ég held svo mikið með honum og hef svo mikla trúa á honum, áfram Magnús Máni og áfram þið að styrkja þennan magnaða strák!
Styrktarfélag Magnúsar Mána
Fjölskylda, vinir og þeir sem vilja ætla að hlaupa til styrktar endurhæfingu Magnúsar Mána.
Nýir styrkir