Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa 10 km til styrktar Dropanum - Styrktarfélag barna með sykursýki og aðstandendur þeirra. Tinna Karen litla frænka mín 11 ára, greindist með sykursýki 1 núna um miðjan júlí á þessu ári.
Þetta er krefjandi verkefni sem þeim var falið, sem hefur ekki alltaf verið auðvelt og mun hafa áhrif á þeirra daglega líf, en Tinna Karen hefur staðið sig eins og algjör hetja frá fyrsta degi. Við fjölskyldan stöndum þétt við bakið á henni og dáumst að styrknum hennar á hverjum degi.
Dropinn veitir stuðning sem hjálpar krökkum að finna að þau er ekki alveg ein í þessu sem skiptir svo miklu máli, þessvegna er ómetanlegt að styrktarfélag eins og Dropinn sé til, þar sem er hægt að mæta og hitta aðra krakka og fjölskyldur þeirra í sömu sporum, deilt ráðum og spjallað um lífið með sykursýki.
Með því að heita á mig styður þú þetta mikilvæga málefni.
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki
Dropinn skipuleggur sumarferðir á hverju ári fyrir börn og unlinga með sykursýki sem og samkomur þar sem fjölskyldur barna með sykursýki hittast.
Nýir styrkir