Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið


Í ár ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Alzheimersamtökin, í minningu Fjólu tengdamömmu minnar sem lést allt of snemma vegna sjúkdómsins. Við hugsum til hennar á hverjum degi og reynum að halda minningu hennar lifandi í gegnum börnin okkar. Þó dætur okkar Gumma hafi aldrei fengið að kynnast henni, benda þær oft á blómið fjólu og segja „blómið hennar ömmu Fjólu!“ og Högna biður reglulega um að fara að leiðinu til að segja hæ.
Ég kynntist henni því miður aldrei almennilega því sjúkdómurinn var þegar búinn að ná tökum á henni þegar ég og Gummi kynntumst, en fylgdist með árin eftir það hvernig þessi grimmi sjúkdómur tók meira og meira yfir.
Ég hleyp fyrir Fjólu, fyrir minningu hennar, fyrir manninn minn og systkini hans, fyrir börnin okkar, og fyrir allar fjölskyldur sem eiga ástvin sem glímir við Alzheimer.
🩷
Alzheimersamtökin
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.
Nýir styrkir