Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Keppnisflokkur

Júlía Margrét Einarsdóttir

Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

Samtals Safnað

0 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Tveimur árum eftir að ég kom grenjandi í mark eftir hálfmaraþon, svolgraði í mig ísköldum Lite við marklínuna og gubbaði svo á stéttina búin að missa allar táneglurnar.... ætla ég að hlaupa aftur.

Nú langar mig að hlaupa fyrir Ljósið sem veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra ómetanlegan stuðning.

Aftur hleyp ég fyrir elsku mömmu mína sem mun nú í þriðja sinn bíða mín við markið til að taka á móti mér, tilbúin með bjór og til að gefa mér knús.

Ég á afmæli 23. júlí og þætti óendanlega vænt um stuðning í afmælisgjöf!

Ég hleyp fyrir öll þau: 

Sem eru í sömu aðstæðum og við fjölskyldan.

Fyrir þau sem eru að greinast í fyrsta sinn

Fyrir þau sem greinast aftur.

Fyrir þau sem eru í óvissu og ótta.

Ekki síst hleyp ég fyrir öll þau sem eru ekki eins heppin og við.

Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda

Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Engir styrkir hafa borist enn

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade