Hlauparar

Erla Björk Ólafsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í HLAUPUM FYRIR KRISTINN
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég hleyp í minningu Kristins bróðurs sem yfirgaf okkur í maí. Kristinn fékk dýrmætan stuðning frá Ljósinu og mér finnst afskaplega mikilvægt að aðrir fái að njóta slíks hins sama. Kristinn hljóp mikið og ég ákvað því að nú skyldi ég leggja hart að mér og hlaupa vegalengd sem ég hef aldrei hlaupið áður eða 21 km, þótt honum hefði ekki fundist það langt hlaup þá er það persónulegt met hjá mér.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir