Hlauparar

Sigurður Þór Magnússon
Hleypur fyrir Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda Landspítala
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa 21 km til minningar um móður mína, Hafdísi Gunnarsdóttir.
Ég hef oft ætlað mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en einhvern veginn aldrei látið verða af því. Þegar mamma greindist hins vegar í seinasta skiptið og var ljóst hvert stefndi, ákvað ég strax að nú myndi ég taka þátt. Það er um mörg góð málefni að velja úr en það sem stendur mér næst er Blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG, því það er ljóst að þarna er unnið gríðarlega gott starf sem má alltaf styrkja betur.
Mamma syrgði heilsuna sína hvað mest af öllu eftir 9 ára baráttu og fjölmargar meðferðir, þá átti hún undir lokin var hún farin að eiga erfitt með það sem hún uni mest, að taka til hendinni og framkvæma, enda var hún mikill "doer".
Þess vegna er fátt meira tilvalið heldur en að halda hennar minningu á lofti með smá áskorun og góðri hreyfingu.
Fyrirfram þakkir fyrir öll framlög.
Minningar- og styrktarsj. blóð- og krabbameinslækningadeilda Landspítala
Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
Nýir styrkir