Hlauparar

Kristján Ingi Kjartansson
Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa hálft maraþon til styrktar Píeta samtakana, Píeta samtökin hjálpa einstaklingum sem glíma við sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsanir og bjóða upp á stuðning og eru með hjálparlínu sem er opin allan sólarhringinn.💛
Mig langar að hlaupa fyrir Píeta samtökin því þau hjálpuðu mér rosalega þegar ég var á mjög vondum stað og get ég sagt að ef ekki fyrir þau þá væri ég ekki hér í dag.💛
Ég hvet alla sem geta að styðja við þessi mikilvægu samtök, hvort sem það er með því að heita á mig eða aðra sem eru að hlaupa fyrir samtökin. Einnig vil ég hvetja fólk að vera vakandi yfir því og fylgjast vel með líðan fólks í kringum ykkur ,fólkinu sem ykkur þykir vænt um hvernig því líður því maður veit aldrei hvort það sé eitthvað að.💛
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Nýir styrkir