Hlaupastyrkur

Hlauparar

Hálfmaraþon - Almenn skráning

Guðný Rós Jónsdóttir

Hleypur fyrir Parkinsonsamtökin

Samtals Safnað

32.000 kr.
100%

Markmið

30.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Þegar ég var um 3 ára greindist Guðfinna amma mín með Parkinsons aðeins 55 ára gömul. Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var lítil og kynntist þá vel sjúkdómnum. Þegar ömmu hrakaði bættust við ný og ný hjálpartæki og maður var sífellt að læra á nýja tilveru með ömmu. Amma lifði með sjúkdóminn í 20 ár og undir lokin fékk ég að fylgja henni seinustu mánuðina sem starfsmaður á elliheimilinu sem hún bjó á og kynntist þar enn betur öllu því sem fylgir umönnun einstaklinga með Parkinsons. Ég þekki því fátt annað en að amma hafi verið að glíma við þennan sjúkdóm en á sama tíma sér ég hversu gríðarlega mikil vinnan í kringum sjúkdóminn er. Þetta er sjúkdómur sem hefur áhrif á alla fjölskylduna og umturnar lífi fólks. Parkinsons samtökin standa mér því nærri og þykir mér vænt um þá vinnu sem þau gera fyrir fólk í sporum ömmu.

Parkinsonsamtökin

Takk fyrir að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin! Parkinsonsamtökin og Taktur veita endurhæfingu, fræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk með Parkinsonsjúkdóm og skylda sjúkdóma, ásamt því að vinna að bættum lífsgæðum fyrir skjólstæðinga sína og aðstandendur. Fylgstu með fréttum fyrir hlaupara Parkinsonsamtakanna á Facebook: https://www.facebook.com/groups/hlaupastyrkur/ Takk fyrir að hlaupa og styðja Parkinsonsamtökin!

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Aldís Eir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Heiðdís Brandsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel mín kæra ❤️
Jakob Burgel Ingvarsson
Upphæð15.000 kr.
Engin skilaboð
Hafdís Ósk Jónsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Vel gert! Þú átt eftir að massa þetta hlaup 👏🥳

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade