Hlauparar

Arnór Ásgeirsson
Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!



Ykkar stuðningur skiptir svo sannarlega máli. Píeta Samtökin þurfa á okkur að halda á sama hátt og við þurfum á þeim að halda. Það er ánægjulegt að sjá allar þessar flottu fyrirmyndir sem hafa undanfarið gefið líkama og sál í að vekja athygli á hlutverki og mikilvægi samtakanna, hvort sem er að ganga langar vegalengdir, synda yfir höfin blá eða framkvæma æfingar sólahringa ofan á sólarhringa. Ekki má gleyma að þakka öllum sem hafa lagt samtökunum lið með fjárstuðningi. Takk. Höldum áfram. Það er ALLTAF von.
Ég ætla að halda í hefðirnar og hlaupa til styrktar Píeta samtakanna. Ég set mér markmið að safna 100.000 kr. Margt smátt gerir eitt STÓRT! Takk fyrir öll áheitin í fyrri verkefnum en samtals hafa safnast um ein milljón.
2021 - Baráttan um Voginn - Vængir Júpíters og Fjölnir létu alla innkomu úr leik þeirra renna til Píeta
2022 - 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoninu
2023 - 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoninu
2024 - 42,2 km í Haustmaraþoni Félags Maraþonhlaupara
2025 - 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoninu
Þetta er mín leið til að styrkja þarft málefni sem stendur mér nærri. Að hlaupa fyrir Píeta samtökin er góð leið til að minnast þeirra sem sáu ekki ljósið. Þetta er fyrir þig pabbi minn <3
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.
Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Nýir styrkir