Hlaupastyrkur

Hlauparar

Skemmtiskokk

Ingveldur Bachmann Ægisdóttir

Hleypur fyrir Umhyggja - félag langveikra barna

Samtals Safnað

3.000 kr.
6%

Markmið

50.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Ég heiti Inga og í ár ætla ég að hlaupa Skemmtiskokk í Íslandsbanka Maraþoninu fyrir Umhyggju – félag langveikra barna.

Ég geri þetta fyrir öll þau börn sem fá ekki tækifæri til að hlaupa, leika sér eða lifa eðlilegu lífi.

Ég geri þetta fyrir fjölskyldur sem standa vaktina dag og nótt – í skugga kerfis sem oft gleymir þeim.

Ég geri þetta fyrir dóttur mína, Lovísu Lind, sem hefur barist frá fyrsta andardrætti.

Hún hefur kennt mér hvað raunveruleg þrautsegja, von og styrkur þýða.


Og nú ætla ég að hlaupa fyrir hana – og fyrir Umhyggju, félagið okkar sem hefur staðið við bakið á okkur í gegnum áralanga baráttu.

Þau hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning í margvíslegu formi þegar á hefur reynt.

Markmiðið mitt er að safna 50.000 krónum fyrir Umhyggju.

Hver króna skiptir máli.

Hvort sem þú styrkir með 1.000 krónum eða 10.000, þá ert þú að leggja þitt af mörkum til að bæta líf langveikra barna og fjölskyldna þeirra.


– Inga


Umhyggja - félag langveikra barna

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 18 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast bol á skrifstofu félagsins í samráði við starfsfólk, [email protected] eða sími 5534242.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Hafdis Birta
Upphæð2.000 kr.
❤️
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade