Góðgerðarmál

Minningarsjóður Bryndísar Klöru - Riddarar kærleikans
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður af fjölskyldu og vinum Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést aðeins 17 ára gömul eftir hnífaárás á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024.
Bryndís Klara var lífsglöð, hugrökk og yndisleg stúlka sem hafði áhrif á alla í kringum sig með brosinu sínu, jákvæðni og kærleika. Hennar verður sárt saknað, en minning hennar lifir áfram í því góða starfi sem sjóðurinn hennar stendur fyrir.
Markmið Minningarsjóðs Bryndísar Klöru er að berjast gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna, styrkja verkefni sem stuðla að öruggu og kærleiksríku samfélagi og veita stuðning til barna sem hafa orðið fyrir eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi. Með starfi sínu vill sjóðurinn tryggja að ekkert barn þurfi að upplifa óöryggi eða ótta.
Sjóðurinn veitir styrki árlega til verkefna sem vinna að því að skapa öruggara samfélag fyrir börn og ungmenni. Úthlutun styrkja fer fram á afmælisdegi Bryndísar Klöru, þann 2. febrúar ár hvert.
Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, umsóknarferlið og styrkúthlutanir má finna á www.mbk.is.
Riddarar kærleikans er hreyfing fólks sem heiðrar minningu Bryndísar Klöru með því að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með opnu samtali og raunverulegum aðgerðum, óháð aldri, uppruna eða bakgrunni. Sjá vefsíðu
Minningarsjóðurinn er skráður á almannaheillaskrá Skattsins og í stjórn hans sitja:
- Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (Formaður)
- Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis
- Iðunn og Birgir, foreldrar Bryndísar Klöru
Kíktu á Facebook-viðburðinn sem er tileinkaður hlaupafólkinu okkar! Allir skráðir hlauparar fá bleikan hlaupabol og aðra glaðninga - skipulagt af vinkonum Bryndísar🩷🩷🩷
Við þökkum innilega öllum þeim sem leggja sjóðnum lið með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu. Ykkar stuðningur skiptir öllu máli í baráttunni fyrir betri og öruggari framtíð fyrir börnin okkar.
Með kærri þökk og hlýjum kveðjum,
Minningarsjóður Bryndísar Klöru
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir