Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Afstaða til ábyrgðar

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Afstaða er félag sem vinnur að umbótum í fangelsismálum og styður við fólk sem á einhvern hátt tengist fangelsiskerfinu. Afstaða veitir félagslegan stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli.

Við leggjum áherslu á að skapa raunveruleg tækifæri til ábyrgðar, endurreisnar og farsællar endurkomu til samfélagsins. Starf Afstöðu byggir á reynslu þeirra sem þekkja kerfið að eigin raun og við höfum áhrif á stefnumótun með málsvörn, fræðslu og virku samtali við stjórnvöld.

Afstaða heimsækir fangelsi reglulega, veitir ráðgjöf og stuðning, stendur fyrir fræðslu og vinnur gegn fordómum og félagslegri einangrun þeirra sem hafa tengsl við refsivörslukerfið.

Við trúum því að breytingar verði aðeins mögulegar með manngæsku, von og aðgengi að stuðningi – og að enginn ætti að vera skilinn út undan, sama hver fortíðin er.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade