Gleymum ekki gleðinni #3431

Vegalengd 82 km

Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ hleypur til styrktar Alzheimersamtökunum fjórða árið í röð. Hópurinn var stofnaður eftir að Stefán Hrafnkelsson greindist með Alzheimersjúkdóminn, þá 58 ára gamall og hefur fjölskylda og vinir hlaupið saman síðastliðin ár. Sérstök deild var stofnuð innan Alzheimersamtakanna fyrir unga einstaklinga með Alzheimer og aðstandendur þeirra. Hópurinn hefur hist reglulega og haft mikinn stuðning hvert af öðru. Hópurinn sem gengur undir nafninu Frumkvöðlarnir fer stækkandi og eru þau öll orðin hluti af hlaupahópnum. Við hvetjum alla sem eiga tök á að styrkja hópinn og þetta flotta málefni. Áhersla hópsins er að þó svo minnið láti undan síga er mikilvægt að gleyma ekki gleðinni!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Alzheimersamtökin
Markmiði náð500.000kr.
118%
Samtals safnað 592.000kr.
Áheit á hópinn 30.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 562.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 5 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  10.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Erna Rún Magnúsdóttir

  5.000kr.

  Gangi ykkur ótrúlega vel-þið eruð frábær hópur
 • Karin

  5.000kr.

  Gangi ykkur vel !!!
Fyrri 
Síða 1 af 1
Næsta 

Samtals áheit:5

Skilaboð til keppanda