Team Róbert hleypur fyrir Styrktarsjóð Arnarskóla.
Við erum að safna fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Arnarskóli er sjálfstætt starfandi skóli (non-profit) fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik.
Markmið styrktarsjóðs Arnarskóla er að afla fjár og veita styrkjum til Arnarskóla, skóla fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik, til að efla starfsemi skólans svo koma megi betur til móts við þarfir nemenda hans.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.