Einstaki hlaupahópurinn #5319

Vegalengd 110 km

Einstaki hlaupahópurinn samanstendur af fjölskyldu vinum og vinnufélögum sem ætla að hlaupa fyrir einstök börn. Upphaflega voru það þrjár mæðgur sem tengjast lítilli hetju sem heitir Bernhar Leó Hjörvarsson og býr í Hjaltadal í Skagafirði. Hann fæddist með sjaldgæfan genagalla og er með flogaveiki. Síðan bættust í hópinn vinir og vinnufélagar sem starfa við Grunnskólann austan Vatna og ætlar meirihluti starfsfólksins þar að taka þátt og styðja þetta málefni í heildina eru þetta 14 manns sem tekur þátt sem er frábært😊

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 499.000kr.
Áheit á hópinn 0kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 499.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Skilaboð til keppanda