Frú Ragnheiður – skaðaminnkun er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin.
Einn af aðalhlaupagikkjum Nova er sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði og því fannst okkur tilvalið að styrkja málefnið.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.