Börn eiga rétt á að elska og vera elskuð af báðum foreldrum. Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi og andleg misnotkun gagnvart barni.
Um þriðjungur Íslendinga þekkir barn sem hefur að mestu eða öllu leyti misst samband við annað foreldri sitt.
Á Íslandi eru á bilinu 1.000 til 1.500 börn í þessari stöðu. Öll eiga þau pabba eða mömmu sem þau hafa misst úr lífi sínu, foreldra og systkini sem sakna þeirra á hverjum degi, ömmur og afa, frændur og frænkur.
Öll áheit sem safnast í þessu átaki verða notuð til að hjálpa börnum og fjölskyldum sem eru beitt foreldraútilokun.
Þú getur hjálpað til við að uppræta þetta alvarlega ofbeldi með því að styðja hlaupara sem hlaupa fyrir Foreldrajafnrétti. Ástarþakkir. <3
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.