Hlaupafélagar Hinriks Leós #3560

Vegalengd 175 km

Hinrik Leó Ragnarsson er englaprins sem fæddist andvana eftir 28 vikna meðgöngu síðastliðinn 25.október 2018. Missi barns er eitthvað sem engin ætti að þurfa að upplifa á lífsleið sinni, en því miður gerist það oftar en manni grunar. Foreldrar sem missa börnin sín á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu eru sett í aðstæður sem engin býr sig undir, en þökk sé Gleymmérei gátum við foreldrar Hinriks haldið utan um okkar minningar með honum á yndislegan og fallegan hátt. Þökk sé Gleymmerei áttum við heila nótt með honum, eina nótt, sem vermir hjörtun okkar í hvert einasta skipti sem við hugsum um hann. Það er svo mikilvægt að skapa fallegar minningar um krílin sín og halda í þær, því það eru þær sem gefa manni drifkraft aftur út í lífið og kraft til að halda áfram að lifa. Við fengum minningarkassa frá Gleymmérei þar sem við fengum ýmsar bækur til að safna saman myndum af Hinriki okkar, fallegan kertastjaka, box fyrir hárin hans, eitt litið og eitt stórt armand (sem þeir feðgarnir deila), 2 bangsa, leiðbeiningar varðandi sorg og missi, ljóð og svo margt fleira. Það dýrmætasta er þó kælivaggan, en þökk sé henni fengum við eina nótt með Hinna okkar sem var svo mikilvægt í þessu ferli. Við erum saman hlaupafélagar Hinriks Leós og ætlum að hlaupa fyrir elsku Gleymmérei en þökk sé þessu dýrmæta félagi og yndislega fólki sem sér um þetta félag af svo mikilli einlægni gátum við skapað fallegar og dásamlegar minningar með elsku fallega kútnum okkar. TAKK elsku Gleymmérei

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 855.000kr.
Áheit á hópinn 9.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 846.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Kollegi og ALB

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Eiður Örn Hansson

  1.000kr.

  Áfram þið, frábæra framlag fyrir englabörnin
 • Kristjana

  3.000kr.

  Áfram þið

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Takk

Takk innilega. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag. Hver minningarkassi kostar 20.000 kr. Ykkar stuðningur skiptir miklu máli, enda gefum við hátt í 150 kassa á ári. Á facebook erum við með lokaðan hóp fyrir okkar hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1333175693439673/

08 ágú. 2019
Gleym mér ei