Hjartans lukka #3478

Vegalengd 40 km

Hópinn skipa móðir, móðursystir eiginkona móðurbróður og amma hjartahetju. Elma Eir er 2 ára lukkulaufið okkar sem varð fyrir mikilli lukku þegar heimilislæknir hennar heyrir hjartaóhljóð í desember sl. Já það var lukka að það fattaðist því hennar hjartagalla er mjög erfitt að heyra og uppgötvast oft ekki fyrir en seinna á ævinni þegar upp koma vandamál. Hjartalæknirinn hennar líkti gallanum hennar við fjögurra blaða smára, sagði að hann væri ekki arfgengur en birtist hér og þar um allan heim líkt og fjögurra blaða smári og enginn veit nákvæmlega afhverju. Þessi líking er falleg og tókum við hana með okkur í gegnum allt ferlið sem lukkutákn. Elma Eir fór í opna hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð í mars sl. þar sem opi á milli gátta var lokað og lungnabláæðar leiddar á rétta staði. Lukkan var með okkur og gekk aðgerðin vel og batinn sömuleiðis. Í dag er Elma Eir öflugri sem aldrei fyrr og ætti þetta ekki að hafa frekari áhrif á líf hennar. Þvílík hjartans lukka! Við hlaupum fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð250.000kr.
103%
Samtals safnað 257.000kr.
Áheit á hópinn 121.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 136.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  25.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • 50+ World Class Selfossi

  22.000kr.

  Sameiginlegur styrkur frá stelpunum í Styrktarþjálfun 50+ World Class Selfossi.
 • Nafnlaus

  20.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Þorhalla Sigmundsdóttir

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:14

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Frábært

Gangi ykkur sem best 💪😀

21 ágú. 2019
Elísabet Ósk