Jóhann Kári, hetjan okkar, greindist í október, þá 5 mánaða, með sjaldgæft hvítblæði. Hann gekkst undir beinmergskipti í Stokkhólmi í mars og safnar nú kröftum fyrir framtíðina. SKB tók á móti okkur með opnum örmum þegar við upplifðum okkar verstu daga en félagið styður krabbameinssjúk börn og aðstandendur þeirra á mörgum sviðum. SKB hefur staðið með okkur og nú viljum við standa með þeim með því að hlaupa í nafni stórkostlegustu, sterkustu og klárustu hetju heims, hans Jóhanns Kára.
Áfram gakk!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.