Í minningu Kristínar #2366

Vegalengd 130 km

Kæru vinir. Eins og þið flest vitið greindist hún Kristín okkar litla með sjaldgæfa tegund krabbameins (ETMR) í byrjun júní á síðasta ári. Þann 24. ágúst n.k. verður liðið ár frá því hún lést, en það hittir þannig á að þann dag verður Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka haldið þetta árið. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) er ótrúlegt félag sem mætti upp á spítala til okkar daginn eftir að hún greindist, og hefur staðið á bakvið okkur alla daga síðan. Aðstoðin og utanumhaldið hefur verið ómetanlegt. Okkur langar því að þakka fyrir okkur með því að hlaupa saman og safna fyrir SKB um leið og við minnumst Kristínar okkar þennan dag. Hún Kristin okkar “nagli” kenndi okkur að halda alltaf áfram, alveg fram á síðasta dag, með dans, gleði og sápukúlur að leiðarljósi og það er nákvæmlega þannig sem við viljum minnast hennar og þannig sem við ætlum að tækla hlaupið. Við ætlum að fara saman 3 km., svo allir geta verið með, stórir sem smáir. Við vonum að sem flestir vilji hlaupa með okkur, í nafni Kristínar til styrktar þessum frábæru samtökum. Allir velkomnir í hópinn. 🌞❤️

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 2366 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Markmið 1.000.000kr.
99%
Samtals safnað 990.500kr.
Áheit á hópinn 93.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 897.500kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 1 degi síðan

 • Arnar Hörður

  10.000kr.

  Styrkjum SKB
 • Kolbrún

  2.000kr.

 • Vala Saskia Einarsdóttir

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Elfa Dögg

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 5
Næsta 

Samtals áheit:29

Skilaboð til keppanda