Von #1853

Vegalengd 91 km

Elsku Andri Fannar lést af völdum krabbameins 6. janúar 2015 eftir harða og stutta baráttu. Við, fjölskylda hans og vinir höfum hlaupið í minningu hans á hverju ári og til að leggja okkar af mörkum til að berjast gegn þessum skelfilega vágesti sem krabbameinið er. Við skírðum hópinn okkar Von því þegar fólk stendur frammi fyrir erfiðum veikindum er vonin það fyrsta sem birtist. Von um að kannski sé þetta ekki svo alvarlegt, von um að það finnist lækning, von um að næstu niðurstöður verði jákvæðar og að hægt sé að halda sjúkdóminum í skefjum. Von um að fá aðeins meiri tíma, sjá börnin vaxa, vera með þeim í gegnum uppvöxtinn og áfanga. Þegar allt þrýtur er von um sársaukalausan endi, að takast að ganga frá sínum málum, að fjölskyldan verði í lagi. Hjá aðstandendum kemur von um að það sé til líf eftir dauðann, og von um að kannski vera með sínu elskaða barni, systkini, foreldri, maka þegar kemur að eigin endalokum. Vonin er alltaf til staðar, þegar allt þrýtur er vonin það eina sem eftir er.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1853 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir Krabbameinsfélag Íslands (KÍ)
Markmið 800.000kr.
6%
Samtals safnað 45.000kr.
Áheit á hópinn 0kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 45.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Skilaboð til keppanda