MBA vinir Heimis #3203

Vegalengd 133 km

Það er haustið 2015. Hann kom askvaðandi inn í Ingjaldsstofu í HÍ, með bakpokann á öxlinni, vatnsbrúsa í hendi, í rauðum Converse skóm með sína einstöku útgeislun. Hér er enginn venjulegur maður á ferð í fyrsta tíma í MBA, glaður, hvetjandi frá degi eitt og einlægur með eindæmum sem átti stóran þátt í að MBA hópurinn 2017 myndaði traust vináttubönd. Þetta voru mikil tímamót hjá Heimi og okkur MBA vinum hans. Það var því mikið áfall þegar við heyrðum að Heimir hefði nýlega greinst með MSA/Parkinson plús, ólæknandi taugasjúkdóm sem veldur hreyfihömlun af ýmsum toga sem mun ágerast með árunum. Ljóst er að veikindi Heimis hafa í för með sér gríðarlega breytingu fyrir alla fjölskylduna og kalla á mikil ófyrirséð útgjöld um leið og starfsorka skerðist. Þrátt fyrir einstaklega krefjandi aðstæður hefur Heimir vinur okkar og fjölskylda hans tekist á við þetta erfiða verkefni af æðruleysi svo aðdáun vekur. Nú þarf Heimir á hvatningu og stuðningi að halda. Því hafa MBA vinir hans myndað hlaupahópinn MBA vini Heimis til stuðnings þessum dáðadreng og hvetja aðra til að heita á hlauparana í hópnum til að styðja við vin okkar Heimi og fjölskyldu hans í þessum erfiðu veikindum. Koma svo. Láttu gott af þér leiða. Styrktu Heimi og fjölskyldu hér:

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Styrktarsjóðurinn Traustur vinur
Hefur safnað 1.222.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Baldvin Á. Þórisson

  2.000kr.

  Koma svo!
 • Sigurdur gretarsson

  40.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Sigurdur Gretarsson

  10.000kr.

  Alltaf gefandi
 • Lovísa Jónsdóttir

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Gylfi Dalmann

  5.000kr.

  Vel gert Traustir vinir
 • Jói og Ragnhildur

  10.000kr.

  Gangi ykkur vel snillingar :)
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:40

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

Takk elsku vinir!😘

Takk elsku vinir!😘

06 júl. 2018
Heimir Jónasson