Líf Matthíasdóttir #2147

Vegalengd 142 km

Hún fæddist á settum degi, stundvís og pottþétt eins og pabbi sinn. Hún var með varirnar hennar mömmu sinnar, það sást langar leiðir strax í 12 vikna sónar. Augun fékk hún einnig frá mömmu sinni en dökka hárið frá pabba! Svo fullkomin, tilbúin og falleg. Mikið var skemmtilegt að vera samferða henni í níu mánuði þótt stundum hafi það kostað ógleði, uppköst og svefnlausar nætur. Mamma hennar myndi gera þetta 100x fyrir hana aftur. Dagurinn sem hún fæddist er með þeim bestu og verstu sem foreldrar hennar hafa upplifað. Mamma hennar er fædd í að eiga börn og pabbi hennar besti stuðningur sem hægt er að fá. Stundum er móðir náttúra ótrúlega grimm og gefur manni engin svör af hverju svona gerist. Minning um litlu stelpuna okkar sem lést aðeins 5 daga gömul lifir. Hún komst aldrei til meðvitundar en mikið er hún elskuð og verður alltaf í huga okkar. Við höfum ákveðið að hlaupa saman fyrir Gleym-mér-ei sem er styrktarfélag til stuðnings við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Félagið færði okkur minningarkassa sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum sorgartíma vegna fráfalls dóttur okkar. Gleym-mér-ei safnaði einnig og gaf Landspítalanum kælivöggu sem gerði okkur kleift að hafa Líf hjá okkur þann tíma sem við þurftum eftir andlát hennar en það er mikilvægur partur að okkur finnst í sorgarferli foreldra sem missa börn.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmiði náð500.000kr.
230%
Hefur safnað 1.148.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Brekkubyggð

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Birgitta og Scotty

  5.000kr.

  Big love á ykkur
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 29
Næsta 

Samtals áheit:172

Skilaboð til keppanda