Stingum af #1611

Vegalengd 224 km

Við í hlaupahópnum STINGUM AF hlaupum núna í 6. sinn í maraþoninu og alltaf er að bætast í hópinn sem er frábært. Við byrjuðum nánasta fjölskylda og núna eru komnir angar út frá honum og allir með það að markmiði að safna sem mestu fyrir Alzheimersamtökin sem við þekkjum svo vel. Við hófum þátttöku í maraþoninu vegna veikinda Hjöddu okkar en í ár þá hlaupum við líka til minningar um Magga Andra en hann féll sviplega frá í haust. Hann var duglegur að taka þátt í hlaupinu og hvetja okkur hin áfram. Hann var ótrúlega duglegur að safna áheitum og var held ég Áheitakóngur Alzheimerssamtakanna nánast öll árin sem hann hljóp. Maggi sagði eftir hlaupið 2017 "að hann ætlaði að koma hópnum yfir milljón í næsta hlaupi. Og ef það tækist þá ætlaði hann að fá sér tattoo "munum þá sem gleyma". Einnig hlaupum við í minningu Björgvins Vilmundssonar en hann var haldinn Alzheimer sjúkdómnum og lést núna fyrir stuttu. En það er alltaf að fjölga úr hans hópi í hlaupahópnum okkar :) Við hópurinn höfum ákveðið að gera markmið Magga að okkar (allavega upphæðinni ! ) og koma okkur yfir milljón. Átt þú ekki einhvern pening sem vilt leggja undir á okkur og gera góðverk í leiðinni og leggja alzheimersamtökunum lið ? Áfram við.....og áfram þið :)

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Alzheimersamtökin
Markmiði náð1.000.000kr.
117%
Hefur safnað 1.174.151kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Maggi Snæ

  2.000kr.

  Gangi ykkur sem allra best.
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Björg og Óli

  14.500kr.

  Skellum ykkur í 500.000 elskurnar
 • Hjalti Már

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Starfsmenn Tengis

  100.000kr.

  Gangi ykkur vel, lifi minning Magnúsar Andra Hjaltasonar
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:7

Skilaboð til keppanda