Minningarsjóður Jennýjar Lilju

Safnast hafa 599.000 kr.

Í ár ætlar Minningarsjóður Jennýjar Lilju að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 22.ágúst nk. Áheitin renna í nýstofnaðan sjóð sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um að annast.  Tilgangur sjóðsins er að meðlimir björgunarsveita á öllu landinu, geti sótt sér aðstoð fagfólks eða sálgæslu eftir erfið útköll eða upplifanir í útköllum.  

Meðlimir björgunarsveita Landsbjargar um allt land koma oft fyrstir á vettvang slysa eða hamfara, og sinna þar fyrstu hjálp. Aðkoma á vettvangi getur verið erfið og úrvinnsla eftir þá upplifun er nauðsynleg. Mikilvægt er að meðlimir geti leitað í sjóð sem sér um allan kostnað, svo áhyggjur af kostnaði komi ekki í veg fyrir að meðlimir leiti sér aðstoðar. Dæmi eru um að meðlimir björgunarsveita sem hafa komið á slysstað hafi ekki geta sinnt björgunarstörfum eftir erfiðar upplifanir.

Jenný Lilja lést af slysförum í oktober 2015 þá aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnaði sjóðinn til að heiðra minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa.

Lesa má meira um sjóðinn inn á heimasíðu: www.minningjennyjarlilju.is eða á facebook síðu sjóðsins, www.facebook.com/minningarsjodurjennyijarlilju

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 152
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
48
136.000 kr.
93
424.000 kr.
11
39.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 26
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur