FC Sækó er samstarfsverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðsviðs Landspítala og Hlutverkaseturs og hefur það verið starfrækt síðan 2011 undir vinnuheitinu "geðveikur fótbolti." Tilgangur félagsins að auka virkni og heilsuefla notendahóp geðfatlaðra og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu. Einnig er tilgangur félagsins að draga úr fordómum.
FC Sækó fer í keppnisferðir á tveggja ára fresti og verður farið í næstu ferð árið 2021 og er stefnan tekin á Madríd. Er þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu liður í því að fjárafla fyrir þeirri ferð.
Facebook síða FC - Sækó https://www.facebook.com/Fcsaeko/