Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri

Safnast hafa 116.000 kr.

Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri er opið og gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem er að glíma við afleiðingar geðraskana og/eða hefur einangrast félagslega og veitir einnig aðstandendum stuðning.

Starfsemin byggir á hugmyndafræði valdeflingar og batamódels. Valdefling felur í sér mikilvægi þess að fólk þekki réttindi sín, öðlist þekkingu á sinni geðröskun og meðferðartilboðum og nái tökum á sínu lífi, hafi ákvörðunarvald og finni að eigið framlega skipti máli. Batamódelið gengur út frá því að unnt sé að ná bata af alvarlegum geðröskunum, allt frá fullum bata yfir í margskonar bætt lífsgæði, s.s. líðan, virkni, hlutverk, tilgang, heilsu og jákvæða samveru með jafningjum. Þetta módel byggir á rannsóknum á þeim sem hafa náð bata af geðröskunum.

Markmið Grófarinnar eru fjórþætt: Að veita einstaklingum tækifæri til að vinna í sínum bata og rjúfa sína einangrun, t.d. með fræðslu og hópastarfi; að styðja við aðstandendur; að skapa vetttvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni, fagfólk jafnt sem notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, t.d. fræðsludögum, málþingum og ráðstefnum; að vinna að forvörnum og minnka fordóma, t.d. með fræðslu í samfélaginu.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 43
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
21
50.000 kr.
21
61.000 kr.
1
5.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur