Andartak

Safnast hafa 154.500 kr.

Andartak, Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi

 

Cystic fibrosis (CF) er erfðasjúkdómur sem hefur mest áhrif á lungu og meltingaveg, en einnig önnur líffæri eins og bris og lifur. Sjúkdómurinn veldur því að slím í líkamanum verður þykkt og seigt. Í lungunum eiga bakteríur auðvelt með að fjölga sér í þykka slíminu og í meltingaveginum kemur slímið í veg fyrir niðurbrot og upptöku næringarefna. Einstaklingar með CF þurfa því að gera lungnasjúkraþjálfun á hverjum degi til þess að minnka líkur á sýkingum og flestir þurfa að taka ensím með hverri máltíð og margir eiga erfitt með að þyngjast. Engin lækning er við sjúkdómnum.

Markmið Andartaks er að safna fjármunum til að styðja einstaklinga með CF til íþróttaiðkunar og/eða tómstunda sem hjálpa til við meðferð á sjúkdómnum sem og að styðja við CF teymi Landspítalans.

 

Allir hlauparar sem hlaupa fyrir félagið fá gefins bol frá félaginu. Vinsamlegast hafið samband við okkur gegnum Facebook síðu okkar eða á netfangið andartak@cysticfibrosis.is  og látið okkur vita hvaða stærð þið þurfið. 

Hér munum við setja inn upplýsingar um hlaupið https://www.facebook.com/events/531494870709904/ 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 47
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
10
25.000 kr.
35
127.500 kr.
2
2.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur