Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

Safnast hafa 132.599 kr.

Á Íslandi látast 3-5 einstaklingar úr sjálfsvígi í hverjum mánuði. Það eru yfir 30 einstaklingar á ári. Líklegt er að um 5000 einstaklingar, eða 15 af hverjum 1000 Íslendingum, íhugi sjálfsvíg árlega á Íslandi. 

Píeta samtökin bjóða upp á þjónustu fyrir  fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Fólk getur leitað til samtakanna og fengið viðtal við fagaðila sér að kostnaðarlausu, en hver meðferð er allt að 15 viðtalstímar. Einnig er boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur þeirra sem eiga ástvin í vanda og aðstandendur sem hafa misst.

Samtökin eru með starfsemi sína að Baldursgötu 7 í Reykjavík, en þjónstan opnaði vorið 2018.  Starf samtakanna hefur vaxið hratt frá opnun, en í dag starfa átta fagaðilar starfa  hjá samtökunum til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir fólk sem er að glíma við sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaðahegðun. Auk fagaðilanna starfa tveir móttökuritarar og tveir verkefnastjórar hjá samtökunum. Framkvæmdastjóri Píeta samtakanna er Kristín Ólafsdóttir.

Markmiðið er að opna umræðuna um sjálfsvíg, ná til fólks í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugleiðingum og og vinna með því auk þess að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga. Stuðlað verður að þeim bjargráðum sem eru möguleg sem forvörn en einnig lögð áhersla á stuðning og eftirfylgd ef sjálfsvíg hefur orðið.  Einnig er markmiðið að gera öflugt fræðsluefni fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki í forvarnarskyni.

Reynslan segir okkur að mikil þörf er á  aðstoð og eftirfylgd vegna sjálfsvíga. Mikilvægt er að stuðla að heilbrigði allrar fjölskyldunnar í kjölfar alvarlegra áfalla og sömuleiðis styðja okkar samfélag í þróun bjargráða til að mæta þessum alvarlega vanda. Eitt af helstu markmiðum Píeta samtakanna er að í framtíðinni verði þessi þjónusta til staðar um land allt, og stefnt er að því að opna Píeta skjól í öllum landsfjórðungum á næstu árum.

Píeta samtökin standa árlega fyrir göngunni „Úr myrkrinu í ljósið“ á vorin og „Vetrarsólstöðugöngu“ í desember, en þar kemur fólk saman í von og kærleika og minnist þeirra sem farnir eru.

Fyrirmyndin er sótt til Pieta House á Írlandi en þar hefur um áratuga skeið náðst einstakur árangur í sjálfsvígsforvörnum með þeim úrræðum sem Pieta House býður einstaklingum upp á.

Að félaginu stendur hópur einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af málefninu. Í stjórn Pieta sitja Björk Jónsdóttir formaður,  Benedikt Þór Guðmundsson, Margrét María Sigurðardóttir, Vilhjálmur Árnason og Einar Gylfi Jónsson. Einnig eru samtökin með ráðgjafarráð sem er skipað fræðimönnum úr háskólasamfélaginu og fylgist með störfum Píeta samtakanna og eru til taks þegar samtökin þarfnast aðstoðar við hin ýmsu mál.  

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 52
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
2
4.000 kr.
50
128.599 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 9
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur