Styrktarfélag Mikaels Smára

Safnast hafa 274.000 kr.

Mikael Smári er 8 ára sjarmatröll sem er haldinn sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og alvarlegur og leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið. 

Í dag á Mikki litli mjög erfitt með gang, notast við rafmagnshjólastól og þarf mikla aðstoð við alla þá hluti sem börn á hans aldri geta sjálf.
Hann er klár og vel gefinn strákur en þreytist mjög fljótt.  Á næstu árum mun draga enn meira úr mætti hans en lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn.

Vinir og fjölskylda Mikka stofnuðu styrktarstjóðinn og vilja gera allt sem þeir geta til að létta fjölskyldunni lífið og tryggja honum sem best líf. 

Sjóðurinn hefur styrkt Mikka og fjölskyldu við ýmis tækifæri, t.d. við kaup á bíl með hjólastólalyftu , en þar með auðvelduðust allar ferðir Mikka til muna. Styrkt hann til ferðalaga og til að njóta lífsins með báðum foreldrum sínum, en Mikki veit ekkert betra en að vera í sólinni, slappa af og borða ÍS!

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 71
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
20
52.000 kr.
50
221.000 kr.
1
1.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 12
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur