Samtökin '78

Safnast hafa 243.000 kr.

Í ár söfnun við fyrir fræðslustarfsemi Samtakanna '78 með öryggi og vellíðan hinsegin ungmenna innan íslenska skólakerfisins að leiðarljósi.

 

Árið 2017 tóku Samtökin '78 þátt í könnun um líðan hinsegin ungmenna á aldrinum 13-20 ára innan íslenska skólakerfisins. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti sláandi og sýndu skýrt fram á nauðsyn hinsegin fræðslu til nemenda og starfsfólks skóla.

Í könnuninni kom fram að hinsegin nemendur upplifa ítrekað óöryggi í skóla út af hinseginleika sínum, sem hefur áhrif bæði á þátttöku þeirra í skóla og framtíðarsýn þeirra á áframhaldandi skólagöngu.

Í könnuninni kom m.a. fram að:
  • Þriðjungur hinsegin nemenda (33,1%) upplifa óöryggi í skólanum út af kynhneigð sinni og 24,9% upplifa óöryggi í skólanum út frá kyntjáningu sinni
  • Þriðjungur hinsegin nemenda (32.2%) urðu fyrir munnlegu áreiti frá samnemendum sínum út frá hinseginleika á síðastliðnu ári
  • Hátt upp í helmingur hinsegin nemenda (45.8%) sögðu frá því að kennarar og annað starfsfólk skóla gripu aldrei inn í þegar þau urðu vitni að neikvæðum ummælum samnemenda í garð hinsegin fólks
  • 22% hinsegin nemenda höfðu ítrekað orðið vitni að neikvæðum ummælum kennara og öðru starfsfólki skóla í garð hinsegin fólks
  • Yfir þriðjungur (34,7%) hinsegin nemenda höfðu orðið fyrir kynferðislegu áreiti frá samnemendum síðastliðið ár
  • Einungis helmingur hinsegin nemenda (56,5%) höfðu nokkurn tímann tilkynnt áreiti eða ofbeldi tengt hinseginleika til kennara eða annars starfsfólks skóla

Öll ungmenni eiga rétt á að stunda nám í öruggu umhverfi sem tekur þeim opnum örmum eins og þau eru. Samtökin '78 bjóða starfsfólki og nemendum skóla upp á hinsegin fræðslu, sem stuðlar að skilningsríkara og öruggara umhverfi fyrir hinsegin nemendur. Því hlaupum við til styrktar fræðsluþjónustu Samtakanna '78.

Samtökin '78 eru hagsmuna-og baráttusamtök hinsegin fólks á íslandi. Þau standa fyrir öfluðu ráðgjafar-og fræðslustarfi, ásamt því að reka virka félagsmiðstöð ungmenna, félagsheimili, skrifstofu og gallerí í húsnæði sínu. Samtökin '78 hafa frá upphafi sínu verið öflugt pólitískt afl til verndar mannréttindum hinsegin fólks á Íslandi.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 82
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
25
53.000 kr.
52
176.000 kr.
5
14.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 14
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur