Samtök um endómetríósu

Safnast hafa 0 kr.

Um 10% kvenna eru með endómetríósu eða um 200 milljónir kvenna í heiminum. Þó meirihluti þeirra sem glíma við endómetríósu séu konur þá eru trans karlar og kynsegin fólk líka með sjúkdóminn. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla eru meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margir einstaklingar með endómetríósu finna fyrir vantrú annarra og þurfa enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum. Heimasíða samtakanna er: www.endo.is

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur