Rauði krossinn - Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun

Safnast hafa 0 kr.

Í byrjun árs 2017 var fjöldi heimilislausra einstaklinga í Reykjavík 349 samkvæmt rannsókn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Flestir af þessum einstaklingum höfðu fjölþættan vímuefnavanda. Aukning hefur orðið á heimilisleysi meðal ungra einstaklinga á aldrinum 18-30 ára en 28% heimilislausra einstaklinga tilheyrðu þeim hópi árið 2017.

Árið 2018 leituðu 455 eintaklingar til Frú Ragnheiðar, heimsóknir voru 3.854 talsins og fargaði verkefnið 2.670 lítrum af notuðum sprautubúnaði.

Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar.

Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og/eða fólks með vímuefnavanda,  bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.

Sérstök áhersla er lögð á stuðning við ungmenni á aldrinum 18-20 ára.

https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/fru-ragnheidur/

 

 

 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur