Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

Safnast hafa 509.310 kr.

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru rúmlega 400 fjölskyldur í félaginu.

Reykjavíkurmaraþonið er ein af stærstu fjáröflunum félagsins, og til að sýna þakklæti okkar munu allir hlauparar Neistans fá bol að gjöf á meðan birgðir endast. Vinsamlegast hafið samband við Neistann í síma 899-1823! 

Við verðum með hvatningarstöð á móti JL húsinu - kort má finna hér og hér, endilega fylgist vel með þessum síðum. 

Neistinn styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla á margvíslegan hátt - félagslega, efnahagslega og tilfinningalega.  Neistinn miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra t.d. með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is.  Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt.  Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.

Við ítrekum að við verðum með hvatningarstöð fyrir þá sem vilja koma að hvetja hlauparana okkar sem verður á móti JL húsinu.

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 140
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
32
100.000 kr.
97
369.310 kr.
11
40.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 24
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur