MS-félag Íslands

Safnast hafa 829.605 kr.

Lógó

MS-félag Íslands er hagsmunafélag einstaklinga með MS-sjúkdóminn.

Við þökkum öllum sem hlaupa fyrir félagið og heita á hlauparana okkar.

Ykkar stuðningur er okkar stoð.

 

Markmið félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

MS-félagið heldur úti metnaðarfullri starfsemi og er skrifstofan opin virka daga frá kl. 10-15.

Félagið stendur fyrir margvíslegri fræðslu og gefur út fræðsluefni. Það stendur fyrir fyrirlestrum og námskeiðum árið um kring og gefur út tímaritið MS-blaðið tvisvar á ári. Að auki er að finna fréttir, upplýsingar og fræðsluefni á vefsíðunni og fésbókarsíðunni.  Þá er boðið upp á viðtöl við félagsráðgjafa og sálfræðing. Einnig er hægt að óska eftir jafningjastuðningi.

Gróskumikinn rekstur félagsins er aðallega að þakka styrkjum og gjafmildi samfélagsins því félagsgjaldi er haldið í lágmarki og opinberir styrkir litlir. Styrktarviðburðir eins og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka gegna mikilvægu hlutverki í rekstri félagsins og viljum við hvetja hlaupara til að hlaupa í þágu félagsins og safna áheitum.

Við höfum stofnað sérstakan hóp á Facebook fyrir þá sem hlaupa fyrir okkur. Hlauparar, endilega bætið ykkur í hópinn hér https://www.facebook.com/groups/385098165781088/

www.msfelag.is

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 200
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
63
185.854 kr.
130
616.751 kr.
7
27.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 34
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur