Ljónshjarta

Safnast hafa 353.500 kr.

Ljónshjarta er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. 

Ágóði söfnunarinnar fer í sjóð sem kallast "FAÐMUR". Markmið sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu eftirlifandi maka svo hann/hún geti betur átt við hlutverk sitt sem foreldri. 

FAÐMUR, Hvíldarsjóður er mikilvægur til þess að grípa félagsmenn Ljónshjarta í sorg og hjálpa þeim í gegnum það erfiða ferli og styrkja þau. Eftirlifandi maki hefur á herðum sér mikla ábyrgð, fólk talar oft um tvöfalda ábyrgð þar sem einstaklingur stendur uppi einn/ein með það sem þau báru sameiginlega ábyrgð á, t.d. fjármál, uppeldi, heimilishald og fl. Oft verður þetta breytta hlutverk til þess að einstaklingar hætta sinna sér eða hafa ekki tök á því. Við þekkjum öll setninguna að það sé mikilvægt að „setja öndunargrímuna fyrst á sig sjálfan áður en maður hjálpar öðrum“ því ef við erum súrefnislaus þá höfum við ekki tök á að hjálpa öðrum. Markmið sjóðsins hefur það hlutverk að styrkja félagsmenn Ljónshjarta í að styrkja sig sjálf eftir makamissi svo þau leyfi sér að setja öndunargrímuna á sig fyrst til að hjálpa öðrum.

Ljónshjarta var stofnað í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að styðja við ekkjur, ekkla og börn í sorg. Samtökin veita jafningjastuðning, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru. 

Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg.  

Þið finnið okkur á Facebook https://www.facebook.com/ljonshjartasamtok/

Instagram: @ljonshjartasamtok 

#Ljónshjarta #FAÐMUR

Heimasíða félagsins er www.ljonshjarta.is

Komið við á básnum okkar í Laugardalshöll. Þar fá Ljónshjarta hlauparar merkta boli og annar skemmtilegur varningur er í boði.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 98
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
26
67.000 kr.
60
259.000 kr.
12
27.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 17
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur