LÍF styrktarfélag

Safnast hafa 306.000 kr.

LÍF styrktarfélag er bakhjarl kvennadeildar Landspítala og hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. 

 

LÍF hefur borist beiðni frá kvennadeild LSH um aðstoð við kaup á tæki til legspeglanna. Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að geina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga.

 

Eins og staðan er núna eru þessar aðgerðir gerðar í svæfingu. Það er hins vegar hægt með sérstökum legspeglunartækjum að gera þessar aðgerðir án svæfingar og því með minna inngripi fyrir konur. Að auki styttir það biðtíma eftir þjónustunni og dregur úr kostnaði. Takmarkið er að kaupa amk þrjú tæki þar sem hvert tæki þarf að fara í þvott á milli sjúklinga. Kostnaðurinn við þau kaup eru um fimm milljónir króna.

 

Tæki sem þetta myndi breyta miklu fyrir kvennadeildina og bæta til muna þá þjónustu sem nú er í boði.

 

Vilt þú leggja hönd á plóg?

 

Við hvetjum öll sem hlaupa fyrir LÍF að sækja um aðgang að hópi okkar á Facebook með því að smella HÉR

 

Fylgdu okkur á Facebook

Heimasíða félagsins er www.lifsspor.is

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 71
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
24
64.000 kr.
38
222.000 kr.
9
20.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 12
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur