Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Safnast hafa 0 kr.

Kraftur styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur þess.  Kraftur hefur það að megin markmiði að veita ungu fólki jafningjastuðning, sálfræðiþjónustu, fjárhagsstuðning vegna læknis- og lyfjakostnaðar og endurhæfingu í formi hreyfingar og útivistar. Félagið býr til vettvang fyrir félagsmenn sína til að hittast og deila reynslu sinni og vera til staðar fyrir hvert annað. Einnig hefur félagið látið til sín taka í hagsmunagæslu fyrir krabbameinsgreint fólk. Kraftur nýtur engra opinberra styrkja og byggir afkomu sína alfarið á velvilja almennings og fyrirtækja.

Þið finnið okkur á Facebook, Instagram & Twitter: Krafturcancer
Heimasíða félagsins er www.kraftur.org

 

Kíktu við í básnum okkar sem við verðum með á Run and Expo sýningunni í Laugardalshöllinni  til að fá hlaupabol merktan félaginu ásamt öðru :)

LÍFIÐ ER NÚNA !

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur