Hugarafl

Safnast hafa 180.000 kr.

Hugarafl: bati, valdefling og jafningjagrundvöllur.

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 af einstaklingum með víðtæka þekkingu af geðheilbrigðiskerfinu. Þessir einstaklingar höfðu sameiginlega stefnu um að breyta íslenska geðheilbrigðiskerfinu til hins betra. Enn þann dag í dag er starfsemi Hugarafls mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. 

Félagið hefur það að markmiði að:

 • hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi.
 • miðla og starfa samkvæmt valdeflingu og batahugmyndafræði.
 • standa vörð um mannréttindi fólks sem tekst á við andlegar áskoranir.
 • uppræta fordóma tengda geðheilbrigðismálum í íslensku samfélagi.

Hugarafl og félagar þess skipuleggja og vinna að ýmis konar verkefnum, meðal annars:

 • geðfræðsla í grunn- og framhaldsskólum.
 • jafningjastuðningur.
 • raddahópur fyrir einstaklinga sem hafa óvenjulegar upplifanir.
 • aðstandendafundir.
 • hlaðvarp Hugarafls, Klikkið.
 • ungmennastarf Unghuga.
 • erlend samstarfsverkefni.
 • listsköpun.
 • jóga fyrir líkama, huga og sál.
 • ráðstefnur, málþing og vinnustofur.
 • greinaskrif, fjölmiðlaumfjöllun og álitsgjöf.

Dagskrá Hugarafls og frekari upplýsingar má nálgast á hugarafl.is eða í s: 414-1550.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 51
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
16
40.000 kr.
27
122.000 kr.
8
18.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 9
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur